Um okkur


Við erum íslensk fjölskylda búsett á Suður-Jótlandi í Danmörku. Við erum kaffiunnendur, einn lögfræðingur og einn verkfræðingur, foreldrar þriggja yndislegra barna, og kaffiristarar Als risteri. 

Om os

Verslun okkar verður að finna í Brogade 15, st., Sønderborg.  

Kaffiristunin okkar er fjölskyldurekin, lítil - micro - kaffiristun. Kaffið ristum við á 1,5 kg Giesen kaffiristara.  Kaffiristun er handverk. Það krefst nákvæmni, þolinmæði og kaffiristarinn verður að ná fram því besta í kaffibaununum. Það krefst líka mikillar þróunarvinnu.  

Kaffiristunin/ búðin í Brogade 15: 
Lítil kaffiristun og búð þar sem við seljum okkar nýristaða kaffi og tökum líka á móti viðskiptavinum sem hafa pantað á netinu og vilja ná í pöntuninan í búðina. Það er einnig staðurinn þar sem við ristum og þróum kaffið okkar.  

Ekki bara búð heldur líka kaffiristun 

Þar sem það fer fram allskyns vinna í kaffiristuninni okkar í Brogade, til þess að þróa vörurnar okkar, rista kaffi ofl., getum við því miður ekki boðið upp á eins mikinn opnunartíma og flestar aðrar búðir. Þegar líða fer að sumri vonumst við þó til að vera búin að finna lausn á málum svo að við getum boðið viðskiptavinum okkar upp á betri opnunartíma. 

Búðin okkar er ekki kaffihús. Það er þessvegna því miður ekki hægt að kaupa kaffibolla "og meðþví" í búðinni. 

En í búðinni getur þú séð og lyktað af góða kaffinu okkar. Stundum er líka hægt að smakka eitthvað af kaffinu. 

Einnig er hægt að kaupa í netversluninni og sækja í búðina.  

Opnunartímar: 
Mánudaga kl. 12-16
Þriðjudaga kl. 12-16
Miðvikudaga lokað 
Fimmtudaga kl. 11-15
Föstudaga kl. 11-15

 

En af hverju kaffiristun? Lífið er einfaldlega of stutt fyrir vont kaffi.

Þetta byrjaði allt saman á hugmynd heima í sófanum, hvort hægt væri að rista sitt eigið kaffi. Einfaldlega vegna þess að það var allt of mikið í boði af lélegu kaffi og kaffi sem er algerlega órekjanlegt með tilliti til framleiðslu. Einnig urðum við þess vör að erfitt var að fá kaffi með hinum ýmsu bragðtegundum í Danmörku. Hugmyndin þróaðist og að lokum keyptum við Giesen 1,5 kg ristunargræju, og byrjðum að rista af alvöru. Það opnaði augu okkar fyrir því hversu margslungið kaffi getur verið og að kaffi væri til í enn betri gæðum en okkur örlaði fyrir. Við gátum einnig fljótlega séð að þetta var eitthvað sem okkur langði að halda áfram með. 

Hér byrjar því þetta spennandi ævintýri. 

Við ristum kaffi í búðinni okkar í Brogade 15 um það bil tvo daga í viku. Við ristum frekar lítið í einu og getum þar af leiðandi alltaf boðið upp á ferskt kaffi. 

 

Fyrirtækið:
Als risteri
Brogade 15, st., 6400 Sønderborg
Cvr. nr. (vsk nr): 39490889
alsristeri@alsristeri.dk