Heilsufarslegar ástæður þess að drekka kaffi


Í gegnum aldirnar hefur kaffi verið kennt um ýmis heilsufarsvandamál. Neysla á kaffi hefur jafnvel verið bönnuð. Sem dæmi bönnuðu bæði Gustav III Svíakonungur og Friðrik Mikli, konungur Prússa, kaffi á 18. öld. Það var sagt að vera óhollt að drekka kaffi, á meðan til dæmis tóbak var það ekki. Bannið hjálpaði ekki mikið. Svíar drukku kaffi þrátt fyrir bannið og eru í dag einn af heimsins stærstu kaffineytendum, og elska sitt "fika". Gustav III reyndi líka að pynta einhverja af sínum föngunum með því að láta þá drekka mikið kaffi. Það virkaði þó ekki betur en svo að sagan segir að einn af hans helstu tilraunadýrum í þessum efnum hafi lifað lengur en hann sjálfur. 

Okkur hefur verið sagt að kaffi valdi hjartasjúkdómum. En sannleikurinn er að nýlegar rannsóknir hafa ekki fundið nein tengsl milli kaffis og hættu á hjartasjúkdómum eða krabbameini. Eldri rannsóknir tóku heldur ekki margar aðrar óheilsusamlegar breytur með í reikninginn, eins og tóbak og hreyfingarleysi, sem að öllum líkindum hafa haft mikið áhrif á útkomuna á niðurstöðurnar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur meira að segja fjarlægt kaffi frá lista sínum yfir hugsanlega krabbameinsvalda, og einnig viðurkennt að kaffi sé jafnvel hægt að tengja við minnkuðum líkum á ákveðnum krabbameinstegundum.

Margar nýrri rannsóknir hafa sýnt fram á ýmiskonar heilsufarlegan ávinning af kaffineyslu, eins og  að minnka líkur á parkinsonsveiki, sykursýki tvö, lifrarsjúkdómum, leghálskrabbameini og krabbamein í lifur, ásamt því að bæta hugsun og draga úr líkum á þunglyndi. Hófleg kaffineysla hefur einnig verið tengd við langlífi.

Kaffi inniheldur fullt af andoxunarefnum. En hvað eru andoxunarefni? Til að útskýra flókið fyrirbæri á skiljanlegan hátt er frumunum í líkamanum stöðugt ógnað af sindurefnum (fee radicals). Vísindamenn telja að sameindir sem kallast sindurefni geti átt þátt í öldrunarferlinu. Einnig að sindurefni geti átt þátt í að valda ýmsum sjúkdómum, svo sem krabbameini, sykursýki og hjartasjúkdómum. Andoxunarefni geta hjálpað til við að stöðva eða takmarka skaðann. Þess vegna er talið hollt að borða nóg af andoxunarefnum.

Margir borða hin ýmsu matvæli og drykki, meðal annars vegna innihalds þeirra af andoxunarefnum. En í raun inniheldur kaffi einnig mjög mikið af andoxunarefnum. Við höfum öll heyrt hversu mikið te og rauðvín inniheldur af hollum andoxunarefnum, þrátt fyrir að kaffi geti innihaldið enn meira. Bæði tebolli og rauðvínsglas innihalda 150-400 mg /bolla eða glas af andoxunarefnum, á meðan kaffibolli inniheldur 200-550 mg /bolla.

Ef þú spyrð þig nú hvort þú ættir að trúa þessum rannsóknum, ættir þú að hafa í huga að kaffi er ein mest rannsakaða fæðutegundin í heiminum í dag. 

Ef þú ert að lesa þetta eru líkur á því að þú drekkir nú þegar kaffi. Svo nú getur þú að minnsta kosti andað rólega og sleppt öllum áhyggjum af kaffineyslunni.  Ennfremur er ágætt að vita að kaffineyslan þín, ásamt ofangreindum kostum, gætur bætt minnið þitt, skapið, andlega virkni, bætt efnaskiptin, líkamlegan árangur og hugsanlega að varið þig gegn Alzheimer og heilabilun. Það er ekki svo slæmt.