Aðferðir til að hella upp á kaffi


Er eitthvað að því að drekka uppáhelling? Er eingöngu í tísku að drekka espressó? Er gamla "pour over" aðferðin ennþá í notkun?

1. Filterkaffi - Gamli góði uppáhellingurinn
Það er vel hægt að nota gömlu góðu aðferðina með hefðbundnu kaffivéllinni. Filterkaffi eða uppáhellingur getur verið mjög góður ef hellt er upp á í góðri vél og auðvitað með gæða kaffibaunum. Það er hins vegar stór munur á milli kaffivéla. Margar kaffivélar eru einfaldlega ekki nógu góðar. The european coffee brewing center prufar og samþykkir vélar sem lifa uppfylla þeirra kröfur. Treystið mér þegar ég segi ykkur að það borgar sig að eiga góða vél. Ég nota sjálf Moccamaster vél sem virkar mjög vel. smella hér til að sjá vélar eru samþykktar.

Notaðu gæðakaffi

Notaðu kaffikvörn og malaðu jafnóðum og einungis þegar þú ætlar að laga kaffi. Notaðu ca. 7 g. kaffi fyrir einn kaffibolla (ca. 200 ml.).

Með góðri kaffivél tekur í raun ekki lengri tíma til að laga einn kaffibolla en það tekur í svokallaðri hylkjavél/púðavél - já, það er í raun hægt að laga bara einn eða tvo bolla í einu í góðari vél á stuttum tíma!

 

2. Pressukanna
Margir kaffiáhugamenn eru spenntastir fyrir einföldu en góðu pressukönnunni. Það er líka alveg skiljanlegt. Kaffi úr pressukönnu bragðast mjög vel. En þú verður auðvitað að mala baunirnar sjálfur, þannig að þær séu alveg ferskar þegar þú ætlar að nota þær, og mala í samræmi við þá uppáhellingaraðferð sem þú ætlar að nota.

Notaðu 7-8 g kaffi fyrir hvern kaffibolla (200 ml. vatn).

Rétt áferð er mjög mikilvæg. Kaffi úr pressukönnu bragðast ekki eins vel ef þú notar formalað kaffi fyrir hefðbundna kaffikönnu (filter vél). Kaffibaunirnar verða að vera grófari malaðar fyrir pressukönnu en fyrir hefðbundna kaffikönnu. 

Vatnið ætti að vera nálægt sjóðandi, en þó ekki alveg - um 96 gráður.

Komdu kaffinu þínu ofan í pressukönnuna og helltu vatni yfir. Leyfðu því að standa í 3-4 mínútur, án þess að þrýsta strax niður.

Þegar þú hefur leyft kaffinu að bíða í 3-4 mínútur ýtir þú rólega niður. Að lokum þú getur notið kaffisins.

 

3. Pour over kaffi - "Hella yfir" kaffi
Þú þarft að vera svolítið þolinmóður þegar þú velur pour over aðferðina, en það getur vel verið þess virði þar sem pour over kaffi bragðast mjög vel.

Það sem þú þarft er pour over kanna, kaffisía (filter), hraðsuðuketill (helst með löngum stút til að stýra betur helluninni), vigt og tímastillir. 

Auðvitað ættir þú einungis að nota nýmalað kaffi og þessvegna mala þínar baunir sjálfur. Áferðin ætti að vera miðlungs-gróf.

Notaðu 12-14 grömm af kaffi á móti 200 ml af vatni (um það bil 60-70 g af kaffi að lítra af vatni).

Það getur verið gott að byrja á því að hella smá sjóðandi vatni yfir síuna sem þú ættir að nota. Bæði að þrífa hana (þannig að sían hafi ekki áhrif á bragð kaffisins) og til að undirbúa síuna. Helltu svo niður vatninu sem þú notaðir í það. 

Settu kaffið í síuna. Byrjaðu á því að hella smá soðnu vatni (um 96 gráður) yfir kaffið - Vatnið á rétt að ná yfir kaffið á þessu stigi málsins. Svo skalltu bíða í 30 sek. áður en þú heldur áfram.

Markmiðið er að það ætti að taka um 3 mínútur að laga kaffibollann. Þú átt þannig að taka stutt hlé á milli og leyfa vatninu til að renna niður í gegnum síuna.

Þegaru þú hellir vatninu yfir gerirðu það í hringlaga hreyfingum og tekur þessar pásur á milli. 

Svo verðurðu að njóta kaffisins um leið og áður en það verður of kallt.