Milliristað, dökkristað eða lítið ristað kaffi?


Ef þú hefur ekki prufað special kaffi áður þá er líklegt að þér finnist að kaffi verði að vera dökkristað. Það er líka líklegt að þér finnist kaffi frá Als risteri er ekki alveg eins og dökkristað eins og þér finnist að dökkristað kaffi eigi að vera, og milliristað ljósara en þú hefur áður vanist.

Það er vegna þess að algengt er að hefðbundið, ódýrt kaffi úr kjörbúðinni, sem þú sennilega hefur vanist, sé mjög mikið ristað, m.a. til að hylja slæmar baunir og misfellur í bragði. Með því að ofristuða kaffibaunirnar finnur þú minna bragðið af sjálfum kaffibaununum og meira af sjálfri ristuninni (oft þetta bitra bragð).

Þegar kaffi er ristað fer það í gegnum mismunandi stig ristunarinnar. Meðal annars "poppa" kaffibaunirnar tvisvar (það hljómar dálítið eins og þegar poppkorn poppar). Þetta er oft kallað first og second crack. Ef kaffið er látið "poppa" í annað sinn, í gegnum second crack verður það mjög dökkristað og olíurnar í baununum leysast úr læðingi sem lætur þær líta út fyrir að vera olíubornar. Það er tæknilega séð hægt að halda áfram og enda með kol í stað kaffis. Ef kaffið er einungis ristað fram að fyrra "poppi", first crack, verða kaffibaunirnar mikið ljósari. Þá er oftast einnig hægt að bragða meira á bragðeiginleikum sálfra baunanna.

Flest speciality kaffi er ekki dökkristað. Þegar við hjá Als risteri dökkristum kaffi er það er ekki eins dökkristað eins og mikið af því kaffi sem þú hefur áður vanist (af ofangreindum ástæðum). Við prufuristum allar okkar kaffibaunir og finnum út það stig í ristuninni sem okkur finnst passa best við þá einstöku tegund. Það er vegna þess að okkur finnst að þú ættir að fá að upplifa besta bragðið sem hægt er af þínum kaffibaunum. 

Ennfremur er ekki nauðsynlegt að nota dökkristaðar kaffibaunir fyrir espressovél. Espressoristun er þegar öllu er á botnin hvolft bara vani. Við hvetjum þig þessvegna til þess að prufa þig áfram með mismunandi tegundir af baunum.