Þín og mín skilgreining á góða kaffibollanum


"Ég ætla bara að fá mér mjög góðan kaffibolla" - Það er alveg sama þó um sé að ræða ofristað kaffi af lægri gæðum, bara ef það kemur úr stórri og traustvekjandi espressovél, með mjólkurfroðu og helst líka þeyttum rjóma og sírópi. 

Ofangreina skilgreiningu á "góðum kaffibolla" heyri ég mjög oft.

Það er frekar auðvelt að fela slæmar baunir í nóg af mjólkurfroðu, þeyttum rjóma og sykri. Það eru líka mörg kaffihúsin góð í. 

Það er í raun stór munur á milli þess að vera góður kaffibarþjónn og því að vera góður kaffiristari. Kaffristari ristar kaffið með áherslu á baunirnar, gæði þeirra og bestu ristunina fyrir þær baunir. 

Þegar mig langar í góðan kaffibolla verð ég að geta bragðað á kaffinu sjálfu og fundið að um sé að ræða gæðakaffi. Mér finnst æðislegt að fá mér einn cappuchino eða latte. En þá verður kaffið sjálft líka að vera af góðum gæðum. 

Góður espressóbolli þarf ekki að vera ofristaður - næstum alveg þar til baunir brenna til kaldra kola. Gott espressókaffi getur alveg eins vel verið milliristað eða dökkristað á mælikvarða Als risteri (sem er mun minna ristað er það ofristaða af lægri gæðunum).

Prufaðu sjálf/sjálfur muninn!