Besti kaffibollinn


Hversu mikið kaffi ætti ég að nota?
Við mælum með 7 grömm fyrir hvern bolla (ca. 200 ml.)
Þú getur notað vigt eða kaffikvörn með skammtara.

Hvers vegna ætti ég að nota kaffi kvörn?
Kaffið missir mjög hratt bragð og ilm. Hraðar en þú heldur. Til þess að geta alltaf notið kaffisisns eins fersks og hægt er mælum við með því að þú notar kaffikvörn og malir kaffibaunirnar þegar þú ætlar að nota þær.

Hversu gróft á ég að mala kaffið mitt?
Það er stór munur á bragði kaffisins eftir því hvernig þú kýst að laga það. Hversu gróft þú malar kaffið hefur mikla þýðingu í þeim efnum. Til þess að fá hið fullkomna bragð með tilliti til þeirrar aðferðar sem þú notar til þess að laga þitt kaffi er mikilvægt að mala það rétt. Ef þú malar kaffið þitt of gróft getur það bragðast súrt eða salt. Ef þú malar kaffið of fínt getur það bragðast biturt. Auk þess eru líkur á því að þú missir af þeim góðu keimum sem fylgja þeim baunum sem þú notar ef þú malar það allt of gróft eða fínt. 

Sem betur fer eru margar nýrri kaffikvarnir með stillingar til þess að stilla hversu fínt eða gróft kaffi á að vera í samræmi við þá aðferð við að laga kaffi sem óskað er eftir að nota. 

Mjög gróft: Kaldlagað kaffi (cold brew)
Gróft: Pressukanna, espressókanna á eldavél (áferð: svipað grófu salti)
Milligróft-gróft: Pour over kaffi (t. chemex)
Millilgróft: Hefðbundin kaffivél (t. Moccamaster) (áferð: svipað grófum sandi)
Fínmalað: espressóvél (áferð: aðeins fínna en fínt salt)
Mjög fínmalað: tyrkneskt kaffi

Geymsluaðferð
Það er mikilvægt að geyma kaffi á dimmum, þurrum stað. Í loftþéttum umbúðum og þar sem það er ekki of heitt.

Raki getur eyðilagt kaffið og því er ekki sniðugt að geyma það í kæli eða frysti.

Notaðu góða kaffivél
Það eru margir hlutir sem skipta máli í því samhengi. Til dæmis getur rétt hitastig vatnsins verið mikilvægt til að fá besta kaffið. European coffee brewing center í Osló, gerir próf og samþykkir þær vélar sem uppfylla þeirra kröfur: http://ecbc.info/coffee-brewers-tested-and-approved-by-ecbc/
Ef þú átt ekki góða kaffivél, mælum við með því að nota pressukönnu eða pour over aðferðina.