Ertu meðvitaður kaffineytandi?


Hversu mikið veistu um kaffið sem þú kaupir venjulega í þinni kjörbúð? Hvernig er það ræktað? Hvar í heiminum er það ræktað? Eru kaffiberin tínd af fólki eða af vélum, kannski vélum sem geta eyðilagt trén? Fá starfsmenn sem vinna við ræktunina greitt sanngjörn laun? Hvernig bragðast kaffið þitt? Er það með ávextakeim, hnetukeim, súkkulaðikeim? Hefur þú einhvern tíma yfirhöfuð hugsað um það?

Gerum við nægar kröfur, bæði í hvað varðar gæði og framleiðslu á kaffi?

Þegar þú sem neytandi kaupir gæðakaffi (speciality coffee) ert þú að velja gæði, bæði hvað varðar ræktun og framleiðslu kaffisins og gæði baunanna.

Ræktendur gæðakaffis (speciality coffee) tína aðeins rauðu, þroskaðu kaffeberin. Á meðan margir aðrir ræktendur að tína líka grænu, óþroskaðu berin og hugsanlega líka svörtu, ónýtu berin og blanda þeim öllum saman. Ræktandi gæðakaffis (speciality coffee) flokkar sérstaklega kaffibaunirnar með tilliti til gæða. Einunigs kaffibaunir sem eru heilbrigðar og af nægum gæðum eru seldar sem gæðakaffi (speciality coffee). Baunir sem ekki eru taldar nægilega góðar eru flokkaðar frá. Gallaðar baunir eru ekki seldar sem gæðakaffi (speciality coffee), en seljast hinsvegar oft sem hefðbundið kaffi.

Ef kaffi baunir eru ekki af bestu gæðum er hægt að fela gallana í bragðinu með því að rista þær meira. Þegar baunirnar eru ofristaðar bragðast þær meira af sjálfri ristuninni og minna af sjálfum baununum. Þetta er því oft sú leið sem er farin með margt af því hefðbundna kaffi sem þú getur keypt í þinni kjörbúð. Þannig getur maður ekki bragðað sömu góðu keimana sem maður getur fundið af gæðakaffi (speciality coffee). 

Jafnvel þó svo að ekki öll gæðakaffi (speciality coffee) hafi vottun, eins og t.d. Rrainforest Alliance eða Fairtrade, er oft meiri vitneskja um hvaðan kaffið kemur. Þeir sem versla með gæðakaffi (speciality coffee) leitast oftast nær við að vita eins mikið og mögulegt er um kaffi, uppruna þess, ræktun og síðari vinnsluaðferðir. Þannig er oftast nær meiri rekjanleiki hvað þetta kaffi varðar. 

Hvernig kaffið er ræktað og gæði þess hefur auðvitað mikil áhrif á bragðið. Hversu ferskt kaffið er hefur einnig mikla þýðingu. Það má í raun segja að kaffi sé ferskvara. Þrátt fyrir að okkur hafi oft verið talin trú um annað. Þegar þú kaupir hefðbundið kaffi í kjörbúðinni gæti það hafa setið á hillunni í mánuði. Samkvæmt stimpli gæti það samt enn átt langan líftíma eftir. En í raun er það þannig að kaffi skemmist frekar hratt. Þú verður ekki veikur af því að drekka gamalt kaffi, en það smakkast alls ekki eins vel og ferskt kaffi. Kaffi er í raun veru allra best þegar það er tiltölulega nýristað. 

Kaffi er vara við ættum að njóta. Kaffið okkar hjá Als risteri er alltaf nýristað. Við seljum eingöngu gæðakaffi - speciality coffee.